14.3.2012 | 00:17
"Harður bolti" ??!!
Í fyrsta lagi þá vil ég taka fram að ég er ekki að gera lítið úr þessu atviki og finnst sérstaklega leiðinlegt að lesa um svona ungt fólk sem að lætur lífið svona ungt.
En tilgangur bloggsins er að gera athugasemd við notkun mbl bloggara á setningunni:
Þessi bolti er jú ílangur, en hann er ekkert harðari en nokkur annar íþróttabolti (sbr. fótbolta, körfubolta, handbolta) og því finnst mér mjög athugavert að skrifandi skuli taka þetta fram og þar af leiðandi gefa í skyn að það hafi verið valdur að dauða þessarar stúlku.
Það er ljóst að þetta slys hefði getað gerst með hvaða tegund af bolta sem er og vona innilega að þetta fæli enga frá þeirri frábæru íþrótt sem að rugby er. Hér er svo linkur á frétt "The Guardian" og "BBC" þar sem jú minnst er á það að hún hafi verið við leik í rugby. En hvergi er minnst á að tegund boltans hafi haft nokkuð með þetta að gera, né innri þrýsting (hversu harður) hann var.
En tilgangur bloggsins er að gera athugasemd við notkun mbl bloggara á setningunni:
"Sérstakur bolti er notaður í leiknum, en hann er ílangur og nokkuð harður."
Það er ljóst að þetta slys hefði getað gerst með hvaða tegund af bolta sem er og vona innilega að þetta fæli enga frá þeirri frábæru íþrótt sem að rugby er. Hér er svo linkur á frétt "The Guardian" og "BBC" þar sem jú minnst er á það að hún hafi verið við leik í rugby. En hvergi er minnst á að tegund boltans hafi haft nokkuð með þetta að gera, né innri þrýsting (hversu harður) hann var.
Lést eftir að hafa fengið bolta í sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú botinn er harðaði. Líka ílangi boltinn sem er notaður í NFL.
Guðmundur St Ragnarsson, 14.3.2012 kl. 09:35
Heyrðu afsakið Guðmundur St Ragnarsson, ég æfði fótbolta í 10 ár og hef æft rugby í 2 ár. Þar að auki hefur maður mjög oft handleikið körfubolta. Rugby bolti er ekki harðari en þessir fyrrnefndu.
Þar að auki hefur eðli boltans ekkert við þetta hörmulega slys að gera. Hún var í íþróttatíma og það er greinilegt að á þessum tíma og stað þá hefur hvaða bolti komið af stað þessu "kasti" sem að hún hefur fengið. Því finnst mér það mjög miður að það skuli vera gefið í skyn.
Jón, 14.3.2012 kl. 10:10
Má vel vera að hann sé svipað harður en það er einn stór munur og það eru mjóu endarnir. Þeir gefa lítið sem ekkert eftir við árekstur, ólíkt hringlaga boltum sem fletjast út við árekstur.
Davíð (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 11:17
Sammála síðasta ræðumanni. Endarnir eru harðir sem grjót og af þeim sökum varasamir.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 13:56
Þið eruð einmitt ástæðan fyrir því að ég gerði athugasemd. Því þið eruð með svona hugmyndavillur og þessi frétt hjálpar ekki. Það eru milljónir manna sem að spila þessa íþrótt. Þeir hlaupa/spretta á talsvert miklum hraða og það hefur gerst mörgum sinnum að fólk hefur fengið boltann fast í sig ("mjóa endann") og aldrei hefur þetta gerst.
Það er klárt að greyið stelpan hefur verið e-ð viðkvæm, ég get ekki sagt af hverju fyrr en betri frétt er gefin út. En líklegast hefur hún verið e-ð hjartaveik og ekki vitað af því, það er eina mögulega skýringin. En ef þið ætlið að reyna að láta einsog mjói endinn á rugby bolta, hafi verið valdur að dauða fullfrískrar manneskju þá eruð þið á villigötum.
En jæja, ég hef komið minni vanþóknun á skrifum mbl á framfæri og ætla að láta hér við sitja.
Jón, 14.3.2012 kl. 14:43
Þetta er alveg þekkt fyrirbæri. Það sama hefur gerst með bæði fótbolta og körfubolta.
Kalli (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 15:13
Það hefur enginn nokkurntímann haldið því fram að fullfrísk manneskja hafi látið lífið vegna rugbybolta, því það gefur í skyn að manneskjan sé fullvaxta. Stúlkan hefur því haft veikari líkama en meðalfullfrísk manneskja. Það getur vel verið að hún hafi m.a.s. verið með veikbyggðari líkama en flestar tólf ára stelpur.
Að því sögðu er hvergi sagt hvað nákvæmlega er átt við með "harður". Það þarf ekki að þýða að boltinn eigi að vera eitthvað harðari en t.d. fótbolti, heldur einfaldlega að boltinn sé harður í samanburði við plastbolta. Þú gefur þér, og kannski réttilega, að átt hafi verið við að boltinn sé harðari en meðal-Íslendingurinn ímyndar sér að bolti sé harður. Og það er vissulega rétt að lögun boltans skiptir máli í hve vont er að fá hann í sig, ekki endilega vegna þess að hann sé eitthvað harðari viðkomu en t.d. fótbolti, heldur vegna þess hve lögunin getur valdið því að boltinn stingst á slæman stað og veldur verri innvortis meiðslum en kringlóttur bolti gæti gert, þarsem kringlóttur bolti þyrfti allur að ganga inn, en ekki aðeins hluti boltans.
Það þýðir þó ekki að nógu kraftmikið högg á óheppilegan stað á líkamanum getur valdið alvarlegum meiðslum þó um kringlóttan bolta sé að ræða. Og þó það sé enginn bolti í myndinni.
Það hefði eflaust verið betra að fara í þessar rökræður án þess að hafa ákveðið fyrirfram alvisku þína um málið og að þér geti ekki skjátlast, nema þá að verið sé einhvernveginn að svindla. Stúlkan þarf ekki að hafa verið hjartveik, það nægir að hún hafi haft veik bein og þarmeð hafi viðkvæm líffæri ekki fengið næga vernd við höggið. Þekking þín á boltum þýðir ekki að þú hafir mikla þekkingu á mannslíkamanum.
Leifur Finnbogason, 14.3.2012 kl. 18:41
Það merkilega við þetta er að hvergi í heiminum (nema á mbl.is á litla Íslandi) er lögun boltans eitthvað atriði. Það er hér á landi sem það verður til að hin "sérstaka" lögun boltans hafi eitthvað með slysið að gera.
Megin atriðið er að stúlka lést eftir að hafa fengið bolta í sig í íþróttatíma. í Guardian er vísað í að viku áður hafi 16 ára stúlka látist eftir að hafa fengið Cricket bolta í hausinn. Rauði þráðurinn þar er að kannski þurfi að yfirfara öryggisbúnað í íþróttum almennt.
Kristinn Þór Sigurjónsson, 15.3.2012 kl. 09:50
Rétt hjá þér Kristinn.
Jón, 17.3.2012 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.