Nú bíð ég eftir skítköstunum

Nú hefur Ólafur Ragnar sagt mjög svipað og Freysteinn í fréttum BBC í stað Reuters, báðir miðlar eru meðal stærstu í heiminum og hafa margir verið með einhvern áróður og skítkast gegn ÓRG. Hins hef ég á tilfinningunni að þó svo að sérfræðingur hafi núna gert slíkt hið sama muni hann ekki fá þetta skítkast eins og Óli, en ekki vegna þess að hann er sérfræðingur. Heldur vegna þess að fólk með þetta skítkast er held ég einfaldlega á móti forsetanum og nýtir hvert tækifæri til að rakka hann niður.

 

En nú þykir mér skemmtilegt að sjá hvort að fleiri ferðamálafræðingar fái móðursýkiskast yfir þessu eða hvort það einskorðist við forsetann og etv. aðra pólitíska menn/konur. Ég einfaldlega skil ekki í fólki að rakka niður aðra fyrir að segja sannleikann og fordæmi það fólk, það er ljótt af ykkur og leiðinlegt að fólk sem skilur ekki hversu mikla ábyrgð hann þarf að bera skuli sitja bakvið skjáinn og hreyta svoleiðis sóða út á netið.


mbl.is Missti af gosinu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég horfði á þýskann þátt á ARD í fyrrakvöld og þar var þýskur jarðfræðingur sem sagði nákvæmlega það sama og forseti vor. Hann sagði reyndar líka að ef fólk færi í frí á eldfjallaeyju væri alltaf hægt að búast við gosi og að Katla hefði getað gosið í fyrra eða hitteðfyrra, og að kannski kæmi hún á næstunni... eða næsta ár.

Ég held að sjónvarpsstöðvar um allann heim séu með þessar sömu fréttir, hver á sínu tungumáli. Hvað skal gera? Sauma fyrir munninn á öllum jarðfræðingum plánetunnar? Þetta er ekki eitthvað sem Ólafur einn hefur sagt, heldur er þetta aðal umræðuefnið á allri plánetunni þessa dagana.

anna (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 09:06

2 Smámynd: Jón

Algjörlega, og mér finnst alveg sorglegt hvernig fólk hoppar og skoppar til við hvert tækifæri til að skjóta á Ólaf Ragnar. Ég meina hann er ekki fullkominn, það er það enginn, en óþarfi að vera með svona áróður gegn honum einungis fyrir að segja sannleikann og að vera ábyrgur og vara við hættunni. En eins og þú segir Anna, ekki eins og flestir vissu þetta ekki fyrir en það er ekkert verra að koma þeim skilaboðum áleiðis með ábyrgum hætti til þess að tryggja að evrópuþjóðir undirbúi viðbragðsáætlun.

Jón, 21.4.2010 kl. 09:24

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Málið er einfaldlega það að allaballar allra flokka eru að springa úr pirringi út í Ólaf vegna þess að hann neitaði að skrifa upp á Iceslave klafann í vetur. Þeir hinir sömu hömpuðu honum ákaft þegar hann var að aðstoða eigendur alls við að koma þeim í þá stöðu að mega allt. Hans helzta framlag til hrunsins var eins og kunnugt er að stöðva fjölmiðlafrumvarpið 2004.

Skúli Víkingsson, 21.4.2010 kl. 09:37

4 identicon

veriði ekki svona andskoti barnaleg.

ÓRG lifir fyrir að æsa upp fólk og allur hans stjórnmalaferill er litaður af upphlaupum, gífuryrðum í garð annarra og sjúklegri fíkn í viðurkenningu og völd.

en framar öllu elskar hann að heyra sjálfan sig tala. Ég haf aldrei vitað annað eins hjá nokkrum manni.

Sanniði til, honum þykir fátt skemmtilegra en að hræra í liðinu og finnst bara allt i lagi að fá skítkast til baka. Honum finnst nefnilega svo gaman að koma aftur og svara fyrir sig. Hann er nú dálítið góður í því helvítið á honum. Hef aldrei kosið hann en þessi hæfileiki verður ekki af honum tekið. Hann hefur bullað skelfilega vitleysu í erlendum miðlum og komist upp með það á einhvern óskiljanlegan hátt stundum. Það er fjör í þessu.

Dassi (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 10:40

5 Smámynd: Jón

Dassi, ég held að svona vitleysu eins og þú sért að spúa útúr þér, sem þú rökstyður ekki á neinn hátt er ekki einu sinni svaravert.

Þú mátt alveg hafa þína skoðun en ef þú ætlar að alhæfa svona þá skaltu gefa dæmi, t.d. e-ð dæmi um það þar sem hann er að bulla í erlenda fjölmiðla, sem er e-ð sem ég hef ekki tekið eftir.

Jón, 21.4.2010 kl. 11:21

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

og annar vínkill. Hver segir að Katla muni fæla túrista frá landi .. væri það frekar ekki hið andhverfa ? Ég er sammála þér.... við eigum að meta hvað menn segja hverju sinni og dæma út frá því. En ekki að vera á móti til að vera á móti.

Brynjar Jóhannsson, 21.4.2010 kl. 16:47

7 identicon

Ég er svo innilega sammála ykkur! Mér finnst það bara gott hjá Ólafi Ragnari að þora að opna munninn og segja sannleikann á meðan aðrir halda sér saman! Þar að auki sem hann er ekki sá eini sem hefur talað um möguleikann á að Katla fari að rumska, þar sem það er einfaldlega staðreynd, eftir því sem sérfræðingar segja. Viljum við frekar endalaust loka augunum fyrir sannleikanum og sofa á verðinum?! Er eitthvað betra að vakna upp við vondan draum og vera óviðbúin öllu....svona eins og áður?! Ég segi bara áfram Óli!!!

Heiða :) (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:24

8 identicon

Viltu dæmi vinur? Alveg sjálfsagt.

Heyrðu, ÓRG var í breskum þætti útaf þjóðaratkvæðagreiðslum skömmu eftir að hann synjaði lögum um Icesave staðfesingar og sagði upp í opið geðið á spyrlinum að Bretar ættu nú erfitt með að skilja svona hluti því þeir væru ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Sannleikurinn er allt annar. Vægast sagt.

Nú, ÓRG var einhverntíma spurður um slaka útkomu í skoðanakönnun og sagði þá upp í opið geðið á spyrlinum á RÚV að hann skyldi ekkert vera að segja mikið, því hann (ÓRG) væri með doktorspróf í félagsvísindum og vissi allt um vísindalegar aðferðir og túlkun og rugl. Og ÓRG var æstur. Enda með skelfilega útkomu í könnuninni. Þetta er rökvilla sem kallast bumbusláttur.

Og fleiri dæmi eru til. Og vertu ekki svona andskoti viðkvæmur og barnalegur þegar fólk er að svara þér á þessu bloggi þínu "..þetta er ekki svaravert...blabla.." kommon ekki þessa nauðvörn. Þetta er ekki boðlegt fyrir fullorðinn manninn.

Þú hefur samt þá afsökun að vera svo ungur að þú þekkir ekki söguna vel.

Dassi (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 18:13

9 Smámynd: Jón

  • Hmm má ég sjá, hann sagði Bretum að þeir væru ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum .. og gettu hvað ! Þeir eru það ekki, enda bara einu sinni fyrir yfir 30 árum búnir að efna til ÞJÓÐARatkvæðagreiðslu. Svo hann sagði einfaldlega sannleikann. Því atkvæðagreiðslu í einstökum sýslum telst ekki þjóðaratkvæðagreiðsla.
  • Nú veit ég ekki hvaða viðtal þú ert að vísa í, en er það e-ð skrítið að maður með doktorspróf á ákveðnu sviði skuli segja að hann kunni að túlka það ? Það eru doktorar á öllum sviðum og oftar en ekki þá kemur þeim saman um það hvernig túlka megi niðurstöðum og koma með sína eigin kenningar. Þar sem ÓRG er maður og enginn guð þá held ég að það sé algjörlega raunhæft að áætla að hann hafi sínar skoðanir og fylgi ekki alltaf því sem er matreitt í fjölmiðlum ofan í hann. Enda eru fjölmiðlar oftar en ekki á Íslandi í bullandi vitleysu þegar þau eru að segja frá enda eru fréttamenn oft ekkert menntaðir á þeim sviðum og halda einhverju fram sem er algjörlega út í hött.
    Það er oftast augljósast þegar kemur að vísindalegum fréttum á mbl en það gæti vel hafa gerst í félagsvísindum lík.
  • En ég meina ég sagði aldrei að ÓRG hafi aldrei gert mistök, hann hefur gert alveg þó nokkur en það hefur einfaldlega ekkert að gera með þessa frétt í nútímanum. Þar sem hann sagði sannleikann og hefur etv. eins og ég hef áður sagt, haft áhrif á ríkisstjórnir í evrópu sem kannski eru núna að plana viðbragðsáætlun sem hefði kannski aldrei annars litið dagsins ljós. Þessar áætlanir þó það sé aldrei hægt að meta raunverulegt gildi þeirra, en þau gætu bjargað töluverðum mannslífum og kannski bjargað fjármálakerfum landa sem væru undirbúin því að heilu uppskerurnar myndu bregðast.
  • Ef að það yrði annað efnahagshrun í evrópu þá myndi það ekki bara skaða þau lönd, heldur einnig ísland svo þetta var það ábyrgasta í stöðunni.
  • Ég er ekki í neinni nauðvörn, mér finnst bara málsvörn þín svo amaleg að mér fannst það vera algjör tímaeyðsla að svara henni, og ég veit að ég er ekki gamall að árum en það þýðir ekki að maður geti haft meira vit en aðrir sem ákveða að kvarta og kveina án þess að afla sér upplýsinga fyrst og reyna að móta sér sjálfstæða skoðun í stað þess að elta hinar rollurnar.
En eins og upphaflega bloggið mitt var um, vil ég spurja þig, ætlar þú að gangrýna Freystein sem er sérfræðingur í jarðvísindum á vegum Jarðvísindastofnunar fyrir að segja það sama og Ólafur Ragnar sagði ?

Jón, 21.4.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband