14.3.2012 | 00:17
"Harður bolti" ??!!
Í fyrsta lagi þá vil ég taka fram að ég er ekki að gera lítið úr þessu atviki og finnst sérstaklega leiðinlegt að lesa um svona ungt fólk sem að lætur lífið svona ungt.
En tilgangur bloggsins er að gera athugasemd við notkun mbl bloggara á setningunni:
Þessi bolti er jú ílangur, en hann er ekkert harðari en nokkur annar íþróttabolti (sbr. fótbolta, körfubolta, handbolta) og því finnst mér mjög athugavert að skrifandi skuli taka þetta fram og þar af leiðandi gefa í skyn að það hafi verið valdur að dauða þessarar stúlku.
Það er ljóst að þetta slys hefði getað gerst með hvaða tegund af bolta sem er og vona innilega að þetta fæli enga frá þeirri frábæru íþrótt sem að rugby er. Hér er svo linkur á frétt "The Guardian" og "BBC" þar sem jú minnst er á það að hún hafi verið við leik í rugby. En hvergi er minnst á að tegund boltans hafi haft nokkuð með þetta að gera, né innri þrýsting (hversu harður) hann var.
En tilgangur bloggsins er að gera athugasemd við notkun mbl bloggara á setningunni:
"Sérstakur bolti er notaður í leiknum, en hann er ílangur og nokkuð harður."
Það er ljóst að þetta slys hefði getað gerst með hvaða tegund af bolta sem er og vona innilega að þetta fæli enga frá þeirri frábæru íþrótt sem að rugby er. Hér er svo linkur á frétt "The Guardian" og "BBC" þar sem jú minnst er á það að hún hafi verið við leik í rugby. En hvergi er minnst á að tegund boltans hafi haft nokkuð með þetta að gera, né innri þrýsting (hversu harður) hann var.
![]() |
Lést eftir að hafa fengið bolta í sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)