Íslenska réttarkerfið að breytast í það Bandaríska ?

Það þekkja allir vel til þess, hvernig Bandaríkjamenn eru æstir í að kæra fólk og fyrirtæki vegna alls konar óhappa sem að kunna að verða á vegi þess. Meira að segja hafa þjófar kært húseigendur fyrir barsmíðar og fólk sem fengið hefur hjartahnoð hefur kært vegna brotinna rifbeina.

Þessi fásinna og vitleysa virðist vera að breiðast yfir Atlantshafið og að lenda á okkar strendur. Þetta Aratúnsmál og þau meiðyrðamál sem að hafa fylgt í kjölfarið eru farin að virðast ansi fáránleg og mér heyrist að sumt fólk sé komið með krónur í augunum.

Maður þorir varla að blogga núna um eftirmálin ! En jæja, hef rennt yfir þennan texta, engin meiðyrði þannig að þið fáið enga krónu útúr mér.
mbl.is Þegar fengið rúmar þrjár milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband